30.3.2008 | 20:39
Barnabærinn Hafnarfjörður
já það er nú góð og barnvæn stefnan í hafnarfirði. Hér er félagshyggjustefna og fjölskyldan í fyrirrúmi.
Ég segi nú bara : SEM BETUR FER ER ÉG MEÐ GÓÐA DAGMÖMMU FYRIR STELPUNA MÍNA!! (já eða dagmömmu yfir höfuð, það er víst ekkert sjálfsagt í dag)
ástandið á dagvistunarmálum hér í bænum eru víst vægast sagt hrikalegt. Til er í dæminu að börn sem fædd eru 2005 eru ekki komin með leikskólapláss. Hvað er eiginlega í gangi með það!!??
Ég er nú búin að reikna með því að Sara Rún fái inn á leikskóla í haust en það sem maður fréttir núna er að það er nú barasta ekkert öruggt. Ég meina kanski sótti ég ekki um nógu snemma... hver veit .. hún var nú alveg orðin 7 VIKNA (vikna ekki mánaða!)þegar umsóknin fór inn.
En ég bíð enn "nokkuð" róleg... bréfið blessaða er væntanlegt á næstu dögum segja þau. Kanski verð ég ein af þessu heppnu og kem barninu mínu inn 2ára. Borgar sig ekki að örvænta strax, þótt mér hafi nú ekki þótt hún sannfærandi konan sem sér um þessi mál þegar ég hringdi í vikunni og kannaði stöðuna á umsókninni. Þá var mér sagt að verið væri að fara yfir biðlistann aftur því hann væri svo erfiður inn á þennan leikskóla.
Mér finnst það bara alls ekki ásættanlegt að hún komist ekki inn í haust.
Um bloggið
döbbu blogg
Tenglar
smáfólkið
- Heiða Karen Lindu og Fylkirs dóttir
- Salka og Kolka dætur Emmu
- Kara og Alex gríslingarnir hennar Ólafar
- Björgólfur Bersi sonur Brimmzu og Kidda
- Salome og Gabríel gríslingarnir hennar Maríu F
- Eva María og Rakel Lilja stelpurnar hennar Maríu
- Thelma Karen og Stefán Einar gríslingarnir hennar Katrínar
- Ísak og Nökkvi tvibbarnir hennar Sonju
- Sara Rún sætasta músin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.