Elskulega Perlan okkar

kvaddi okkur í dag. Crying

 

PERLA f.08.01.2001 - d.26.03.2008

Image001

 

það er mikil sorg á okkar heimili núna.

ég skrifaði henni smá bréf í dag. gott að skrifa sig frá svona tilfinningum sem hvíla svona þungt á manni. Einhverjir sem ekki hafa átt dýr geta kanski ekki skilið hvað þetta er mikil sorg, en þar sem þetta er mitt blogg þá ákvað ég að deila því með ykkur. Ég finn líka að ég er ekki alveg tilbúin að ræða þetta við hvern sem er strax án þess að bresta í grát, þannig að ég bið ykkur um að virða það við mig.

Elsku elsku perlan okkar.

Mikið hrikalega var það sárt að taka þessa ákvörðun. Þú ert búin að vera svo stór hluti af okkar lífi í 7.ár. Litla „barnið“ okkar.

Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar Himmi hringdi í mig og sagði mér frá því að það væri verið að auglýsa labrador blending sem ég ætti endilega að fara og kíkja á. Ég og Brimrún brunuðum inn í garðabæ og ég hringdi bjöllunni. Til dyra kom maður og ég segist vera að koma og kíkja á labrador hund. Hann fer inn og snýr til baka og réttir mér lítinn sætan gobbaling, segir mér að þetta sé tík sem er fædd 8.janúar, allt í lagi bless. Engar spurningar spurðar og ég geng að bílnum með þennan hund í fanginu sem var jú ekkert líkur labrador!!

Þú varst einstakur karakter. Sumir segja að hundar muni ekki lengur en nokkrar sekúndur... bull og vitleysa.. þú varst svo klár. En einnig varstu líka algjör óþekktarangi. Þú fórst ekki að hlýða af neinu viti fyrr en þú varst orðin meira en 1.árs. Ekki að það hafi verið þér að kenna, meira það að fólkið sem eignaðist þig hafði bara ekki „hunds“vit á hundum J Eins og þegar þú slapst út í lambhaganum og amma þín var að reyna að lokka þig inn með skinkusneið.. þú sást nú við kellingunni, náðir skinkunni og hljópst aftur út í garð.

Þegar þú varst orðin 2ára varstu orðin svona eins og hundar eiga að vera. Hehe. Farin að hlýða og geta verið ein heima. Það reyndar tókst ekki fyrr en við fengum okkur kött sem hét Tína. Það var svo keyrt á hana þegar við fluttum á rvkveginn og vá þvílíka sorgin hjá þér.. þú lagðist í þunglyndi í viku og vildir ekki úr bælinu þínu eða borða neitt. Þið voruð rosalegar vinkonur. Ekki það að þú hafir verið svona „kattavinur“ yfir höfuð. Þú hafðir alveg einstaka ánægju af því að hrekkja hann Gabríel.. fannst hvað hann var rosalega hræddur við þig!!

Uppáldsstaðurinn þinn var Bali. Þar ætlum við að koma þér fyrir þegar við fáum öskuna þína. Þar hafðir þú endalaust gaman af því að fá að hlaupa um frjáls.

Það lá við að um leið og við fengum jákvætt á þungunarprófinu þá vorum við farin að hugsa hvaða skref þyrfti að taka til að venja þig við komu nýjasta fjölskyldumeðlimsins. Það kom aldrei til greina annað en að þetta myndi ganga. Það var tekinn góður tími í að venja þig af „prinsessustallinum“ svo þú myndir ekki upplifa höfnun eða verða mjög öfundsjúk þegar litla barnið kæmi. Við vissum svo sem alltaf að þú varst ekki hrifin af börnum og vildum því gera allt til þess að aðlögunin myndi ganga sem best. En því miður þá gekk þetta ekki nægilega vel, við töldum öryggi Söru ógnað með hegðun þinni  og auðvitað verðum við að setja hag fjölskyldunnar í fyrsta sætið.  Eins sárt og það er að taka þessa ákvörðun þá vitum við að hún er sú rétta.

Það voru þung skrefin með þig inn á dýraspítala í dag. Við vorum þó mjög fegin eftir á að hyggja að hafa valið að fara með þig sjálf og geta bæði verið hjá þér þegar þú sofnaðir. Það eru ófá tárin búin að falla í dag og eiga eflaust eftir að gera í einhvern tíma til viðbótar því þetta er vissulega mikil sorg fyrir okkur að missa þig elsku perlan okkar.  Fyrir okkur varstu svo miklu meira en bara hundur, þú varst hluti af okkar fjölskyldu og okkar lífi. Takk fyrir þennan tíma sem við fengum með þér ..

Mamma og pabbi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

samhryggist ykkur.. vona að ykkur líði eins vel og hægt er..

knús og kossar til ykkar allra!

Emma (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 27.3.2008 kl. 07:50

3 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Knús og samhugur frá okkur skottu

DS

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 27.3.2008 kl. 12:40

4 identicon

Elsku Dagbjört mín, ég samhryggist þér innilega Ofsalega fallegt bréf sem þú hefur skrifað.

Helena (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:26

5 identicon

Elsku Dagbjört og Himmi Ég samhryggist ykkur innilega. Þetta er alltaf svo erfitt þegar svona ákvarðanir eru teknir.

Halla (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:28

6 identicon

Æ, greyið mitt. Ég samhryggist þér/ykkur svo innilega. Óskar var nú búinn að segja mér að þið þyrftuð að gera þetta og ég fékk alveg stíng í hjartað. Þetta er ein af ástæðum sem ég á erfitt með að fá mér dyr því það er alveg svakalegt hvað maður verður háður þeim og þau okkur. Rosalega fallegt bréf. Hugsa til ykkar

Sonja (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 16:07

7 identicon

Elsku Dagbjört, Himmi og Sara Rún.

Samhryggist ykkur innilega. Þetta hljóta að hafa verið þung spor. Hugsum til ykkar.

 Berglind, Geir, Freyja Björk og hundurinn Tara.

Berglind (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:42

8 identicon

KNÚS!!

Hennar verður saknað! Fallegt bréf hjá þér Dagbjört.

Lætur vita ef það er eitthvað sem ég get gert.

Katrín (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:40

9 identicon

Elsku Dabba, Himmi og Sara Rún.

Samhryggist ykkur innilega.

Kv. Bubba

Bubba (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:04

10 identicon

Vá hvað þetta er flott bréf hjá þér Dabba mín..

Við eigum eftir að sakna hennar líka. Samhryggist ykkur að hafa þurft að taka þessi erfiðu skref..

Knús og kossar

Brimrún,Kiddi og Björgólfur Bersi..

Brimrún (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 08:55

11 identicon

Eg samhryggist ykkur innilega Dagbjört min,  Fallegt bréfið hja þér, það komu nokkur tár i augun, hugsa til þín vinkona min, eg veit hvað þér þótti svoooo rosalega mikið vænt um hana Perlu þína...  knús frá mér til þín lengst yfir hafið :)

Samúðarkveðjur

Kata vinkona

Kata (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

döbbu blogg

Höfundur

Dabban
Dabban

26 ára, bý í hafnarfirði ásamt Himmanum mínum og 18.mánaða skellibjöllunni okkar henni Söru Rún. Er nemi í félagsráðgjöf við HÍ.

"Usually I'm thin and gorgeous But today's my day off"

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...324220944_0
  • ...215192725_0
  • ...display3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband