24.3.2008 | 22:02
páskar
vá ég er svo þunn í dag.... MATARÞUNN díses.. alveg að drepast eftir át í gær súkkulaðið fór eitthvað með mig í gær.
annars erum við bara búin að eiga fína páska.. Sara Rún var ekkert smá hamingjusöm með páskaeggið sitt..
NAMMI NAMM!!
"Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær"
Eftir páskaeggjaát og góðan hádegislúr fórum við í húsdýragarðinn.. voða gaman.
Söru fannst samt dudduparadísin merkilegust.. langaði svoldið í öll þessi snuð. ;)
vorum svo með nautasteik í matinn í gærkvöldi.
málshátturinn okkar var:
"góður vinur er gulli betri"
er því ekki við hæfi að skella þessu hérna inn:
Vinur í grennd
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
jæja ætla að henda mér í bólið .. stór dagur framundan á morgun,,,
Um bloggið
döbbu blogg
Tenglar
smáfólkið
- Heiða Karen Lindu og Fylkirs dóttir
- Salka og Kolka dætur Emmu
- Kara og Alex gríslingarnir hennar Ólafar
- Björgólfur Bersi sonur Brimmzu og Kidda
- Salome og Gabríel gríslingarnir hennar Maríu F
- Eva María og Rakel Lilja stelpurnar hennar Maríu
- Thelma Karen og Stefán Einar gríslingarnir hennar Katrínar
- Ísak og Nökkvi tvibbarnir hennar Sonju
- Sara Rún sætasta músin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilega páska úfffff það var sko á fleiri heimilum borðað yfir sig, enda er núna "afvötnun" hafin
En þú lítur ekkert smá vel út, greinilegt að þú hamast í ræktinni, spurning um að fara að taka þig til fyrimyndar
Elín Eir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:13
úff já það var sko borðað um helgina, svo ákvað Jóhann minn að framlengja páskafríinu og verða veikur Þessum veikindum ætlar aldrei að ljúka , sjáumst kanski á laugardaginn í íþróttaskólanum
Linda (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.