páskar

vá ég er svo þunn í dag.... MATARÞUNN díses.. alveg að drepast eftir át í gær Sick súkkulaðið fór eitthvað með mig í gær.

annars erum við bara búin að eiga fína páska.. Sara Rún var ekkert smá hamingjusöm með páskaeggið sitt..

20080324094019_9

 

 

NAMMI NAMM!!

 

"Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær"

Eftir páskaeggjaát og góðan hádegislúr fórum við í húsdýragarðinn.. voða gaman.

 

Söru fannst samt dudduparadísin merkilegust.. langaði svoldið í öll þessi snuð. ;)

vorum svo með nautasteik í matinn í gærkvöldi.

málshátturinn okkar var:

"góður vinur er gulli betri"

er því ekki við hæfi að skella þessu hérna inn:

Vinur í grennd

Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar

Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.

En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.

"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli okkar bilið.

Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.

Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.

jæja ætla að henda mér í bólið .. stór dagur framundan á morgun,,,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega páska   úfffff það var sko á fleiri heimilum borðað yfir sig, enda er núna "afvötnun" hafin

En þú lítur ekkert smá vel út, greinilegt að þú hamast í ræktinni, spurning um að fara að taka þig til fyrimyndar

Elín Eir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:13

2 identicon

úff já það var sko borðað um helgina, svo ákvað Jóhann minn að framlengja páskafríinu og verða veikur Þessum veikindum ætlar aldrei að ljúka , sjáumst kanski á laugardaginn í íþróttaskólanum

Linda (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

döbbu blogg

Höfundur

Dabban
Dabban

26 ára, bý í hafnarfirði ásamt Himmanum mínum og 18.mánaða skellibjöllunni okkar henni Söru Rún. Er nemi í félagsráðgjöf við HÍ.

"Usually I'm thin and gorgeous But today's my day off"

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...324220944_0
  • ...215192725_0
  • ...display3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband