hrós eða last?

fór að pæla í því dag hvað ég er of slöpp í því að hrósa fólki... svona miðað við það hvað ég er allavega fljót að kvarta þegar mér finnst eitthvað vera að!!! eins og það sé alltaf styttra í nöldrið en það að láta fólk vita með eitthvað jákvætt.

Fór að hugsa út í þetta í dag í tilefni af bréfi sem ég fékk heim um daginn þar sem ég átti að meta dagmömmuna okkar. Mér til mikillrar ánægju gat ég skilað inn svona "jákvæðu" bréfi.. hef barasta ekki neitt til að tuða yfir með það. Við erum svo rosalega heppin með dagmömmur. Þær eru alveg yndislegar og Sörunni líður svo vel hjá þeim.

Ég er nefnilega voða dugleg að segja öðrum að ég sé rosa ánægð með þær en fór svo að spá í dag að ég hef aldrei sagt þeim það!! þannig að ég gerði það loksins í dag Smile  held nefnilega að það sé voða gott að heyra annað slagið að maður sé að vinna gott starf og þær eru svo sannarlega að gera það. Yndislegar alveg hreint. Smile

hér er sara rún með dídí Smile

20071126111522_2

jæja ætla að henda mér í málningagallann og fara og hjálpa himma greyinu að mála.. eða allavega halda honum félagsskap hehe.

bið að heilsa ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh já, ég er líka svona.. finnst það líka rosalega leiðinlegt.. en kannski maður reyni að taka sig taki núna og hrósa öllum sem eiga hrós skilið.. það er víst ekki sjálfsagt að maður verði hér á morgun til að gera það þá!

Emma (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 09:03

2 identicon

Já þær eru sko yndislegar, ég var rosalega ánægð alltaf með þær.

En takk fyrir síðast. Skemmtiru þér ekki vel ?

Kv. Bubba

Bubba (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Dabban

jú skemmti mér bara vel... var samt svo þreytt eitthvað... alveg búin á því hehe.

fóruð þið í bæinn eftir á?

Dabban, 17.3.2008 kl. 17:46

4 identicon

Nei fórum bara heim. Stutt að fara :) nennti ekki í bæinn.

Bubba (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 19:00

5 identicon

Það er sko alveg rétt hjá þér að maður er allt of lélegur í að hrósa fólki. Það var nú gaman að sjá ykkur á laugard. Ég klikkaði samt alveg á myndavélinni (fæ í taugarnar af sjálfri mér) var einhver að taka myndir þarna eða hvað?? Við fórum líka bara heim eftir aðeins of mörg staup Erfitt að segja "nei" hehe. Hvenar er svo næsti hittingur eiginlega? Er ekkert áramóta/páskaparty eða hvernig er það??

Sonja (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

döbbu blogg

Höfundur

Dabban
Dabban

26 ára, bý í hafnarfirði ásamt Himmanum mínum og 18.mánaða skellibjöllunni okkar henni Söru Rún. Er nemi í félagsráðgjöf við HÍ.

"Usually I'm thin and gorgeous But today's my day off"

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...324220944_0
  • ...215192725_0
  • ...display3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband