bara 2 færslur í dag.. brjálað að gera ;)

ég er í áfanga sem heitir fjölskyldur og fjölskyldustefna mjög skemmtilegur áfangi... hann setur oft inn svona gullkorn í glærurnar og allir í salnum skella upp úr ... kannast einhver við þetta:

ábyrgðin á börnum:

Sv.: [konan] er stundum í dúkkuleik og hún lætur sig skipta hvernig barnið sitt lítur út miklu meira en ég. Ég hef minni áhyggjur af því, af því ég var sjálfur í fötum sem komu héðan og þaðan, sem  krakki. Stelpan er alltaf svo sæt og vel klædd. [konan] ræður þessu algerlega. Stundum hef ég slysast á að tína til í hana föt sem hafa fengið samþykki en oftar en ekki þá klúðra ég þessu. Kannski á morgnana þá byrjar dagurinn þannig að ég hleyp fram og næ í bleyju. [konan] kemur fram, pissar, kemur tilbaka, kannski stundum með bleyjuna. Ég fer að klæða mig, byrja að hita ofan í stelpuna grautinn. Þá er búið að klæða hana, [konan] sér um það yfirleitt. Svo fer ég að gefa henni, [konan] fer að taka sig til. Svo er búið að gefa henni meðulin og það sem á að gera, ég klára að klæða mig og svo förum við út. Ég fer með hana á [leikskólinn]. [Konan] stjórnar því hvernig stelpan er tilhöfð og sér alveg um þetta fataval og reyndar á mig líka. Hún kaupir meira og minna á mig föt.

humm ég kannast allavega alveg við þetta ... mér fannst allavega mjög spes þegar ég sá hvernig hann hilmar klæddi Söru Rún eitt skiptið... tók mynd af því og allt...

20070109162259_39

hann sagði að það væri örugglega svo óþægilegt að hafa sokkabuxurnar yfir samfellunni hehe (kanski rétt hjá honum)

já og ég vel stundum á hann fötin..... uss ekki segja neinum LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ætli flestar konur geti ekki kinkað kolli og brosað.  Ég hef séð um val á fötum á börnin...þar til þau urðu svo stór (sum þeirra) og vildu velja sjálf.  Ég man enn samsetninguna hjá dóttir minni þegar hún var á leikskólaaldri...úff...einmitt það sem ég hafði lofað sjálfri mér að myndi ALDREI verða...! En henni fannst hún svo fín að mér fannst hún líka fín.
Hvað fataval á minn heittelskaða varðar...hann vill ekki vera einn og sjálfur í þessu, treystir sér ekki í það, svo hann fær aðstoð frá mér.  En stundum velur hann sjálfur...og það er eins og með ÓÓ, honum finnst hann fínn þá finnst mér það líka

SigrúnSveitó, 12.2.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

döbbu blogg

Höfundur

Dabban
Dabban

26 ára, bý í hafnarfirði ásamt Himmanum mínum og 18.mánaða skellibjöllunni okkar henni Söru Rún. Er nemi í félagsráðgjöf við HÍ.

"Usually I'm thin and gorgeous But today's my day off"

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...324220944_0
  • ...215192725_0
  • ...display3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband