20.1.2008 | 11:47
já sæl og blessuð
er búin að taka þetta heldur alvarlega að vera í fríi hehe. Ekkert gert nema liggja í leti og lufsast í ræktina inn á milli.
Jólaprófin búin og allt stressið sem þeim fylgdu. Eftir síðasta próf voru jólin "græjuð" á núll einni, enda ekki mikill tími til stefnu. Er búin að fá einkunnir í hús og náði öllu með ágætis árangri. Er allavega mjög sátt við allt nema eina einkunn sem ég hélt mér hefði gengið betur en 7.5 .... but well.. fer og kíki á það próf á miðvikudag og sé þá hvar mér gekk illa.. Var svo viss um að þetta hefði verið lámark 8.
Eftir jólin fórum við litla fjölskyldan í bústað og dvöldum þar yfir áramótin. Það var alveg hrikalega kósý.
Við tók ein góð letivika eftir áramót en svo er skólinn byrjaður aftur núna. Ég er reyndar ekki alveg komin í gírinn þar sem hann byrjaði á þriðjudag og Sara er búin að vera lasin síðan á fimmtudag.
Á föstudaginn fórum við á lokahóf LÍA þar sem himmi var að sækja íslandsmeistaratitilinn sinn sem ísl.meistari í jebbaflokk í ralli. Það var bara ágætiskvöld, skilaði af mér síðasta jólakortinu og svona ;) nei lýg því !! á enn eftir að láta benna fá sitt!!
læt fylgja með nokkrar myndir frá hátíðunum
jólin voru nú ekki alveg SVONA leiðinleg!! ekkert smá alvarleg öll sömul
dansað kringum jólatréð...
það gekk eitthvað hálf illa að ná almennilegri mynd af dömunni um jólin,,, ekki alveg eins samvinnuþýð og síðast ;)
þetta voru nú c.a lætin sem voru í okkur um áramótin!! bara stjörnuljós
annars vorum við nú bara mest megnis í því að hafa það kósí um jólin....
jæja reyni nú kanski að vera duglegri á næstunni...
annars er ég nú ágætlega dugleg að setja inn myndir hjá litlu músinni...
Um bloggið
döbbu blogg
Tenglar
smáfólkið
- Heiða Karen Lindu og Fylkirs dóttir
- Salka og Kolka dætur Emmu
- Kara og Alex gríslingarnir hennar Ólafar
- Björgólfur Bersi sonur Brimmzu og Kidda
- Salome og Gabríel gríslingarnir hennar Maríu F
- Eva María og Rakel Lilja stelpurnar hennar Maríu
- Thelma Karen og Stefán Einar gríslingarnir hennar Katrínar
- Ísak og Nökkvi tvibbarnir hennar Sonju
- Sara Rún sætasta músin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sætar myndir af ykkur.
SigrúnSveitó, 22.1.2008 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.