já sæl og blessuð

er búin að taka þetta heldur alvarlega að vera í fríi hehe. Ekkert gert nema liggja í leti og lufsast í ræktina inn á milli.

Jólaprófin búin og allt stressið sem þeim fylgdu. Eftir síðasta próf voru jólin "græjuð" á núll einni, enda ekki mikill tími til stefnu. Er búin að fá einkunnir í hús og náði öllu með ágætis árangri. Er allavega mjög sátt við allt nema eina einkunn sem ég hélt mér hefði gengið betur en 7.5 .... but well.. fer og kíki á það próf á miðvikudag og sé þá hvar mér gekk illa.. Var svo viss um að þetta hefði verið lámark 8.

Eftir jólin fórum við litla fjölskyldan í bústað og dvöldum þar yfir áramótin. Það var alveg hrikalega kósý.

Við tók ein góð letivika eftir áramót en svo er skólinn byrjaður aftur núna. Ég er reyndar ekki alveg komin í gírinn þar sem hann byrjaði á þriðjudag og Sara er búin að vera lasin síðan á fimmtudag.

Á föstudaginn fórum við á lokahóf LÍA þar sem himmi var að sækja íslandsmeistaratitilinn sinn sem ísl.meistari í jebbaflokk í ralli. Það var bara ágætiskvöld, skilaði af mér síðasta jólakortinu og svona ;) nei lýg því !! á enn eftir að láta benna fá sitt!!

læt fylgja með nokkrar myndir frá hátíðunum

20080103234221_21

jólin voru nú ekki alveg SVONA leiðinleg!! ekkert smá alvarleg öll sömul

20080103234232_27

dansað kringum jólatréð...

20080110222820_0

það gekk eitthvað hálf illa að ná almennilegri mynd af dömunni um jólin,,, ekki alveg eins samvinnuþýð og síðast ;)

20080103135041_55

þetta voru nú c.a lætin sem voru í okkur um áramótin!! bara stjörnuljós

20080118151437_0

annars vorum við nú bara mest megnis í því að hafa það kósí um jólin....

jæja reyni nú kanski að vera duglegri á næstunni...

annars er ég nú ágætlega dugleg að setja inn myndir hjá litlu músinni...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Sætar myndir af ykkur. 

SigrúnSveitó, 22.1.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

döbbu blogg

Höfundur

Dabban
Dabban

26 ára, bý í hafnarfirði ásamt Himmanum mínum og 18.mánaða skellibjöllunni okkar henni Söru Rún. Er nemi í félagsráðgjöf við HÍ.

"Usually I'm thin and gorgeous But today's my day off"

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...324220944_0
  • ...215192725_0
  • ...display3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband