10.12.2007 | 22:32
fyrir 26 árum....
...síðan, nánar til tekið 10.desember 1981 kl 23.41 fæddist lítil dama tæpar 14 merkur (3470gr) og 52 cm. Síðan þá hefur hún dafnað og þroskast ágætlega. Í dag 26 árum síðar þreytti hún svo fyrsta prófið sitt í Háskóla Íslands.
já ég er semsagt afmælisbarn í dag!! finnst alltaf rosalega gaman að eiga afmæli.. virðist ekkert ætla að eldast af mér. ég hef alltaf haldið upp á afmælið mitt. finnst það algjört möst. Maður á nú bara afmæli 1 sinni á ári og um að gera að gera sér glaðan dag þá.
Dagurinn byrjaði semsagt á fyrsta prófinu mínu kl 9. Hef ekki hugmynd um hvernig gekk þar sem þetta var 100% krossapróf
Ég fór svo að læra með nokkrum öðrum fyrir næsta próf og sótti svo Söruna mína og fórum fjölskyldan í smáralindina og versluðum smá. Ég fékk mér 2 buxur sem var alveg kominn tími á og himmi keypti sér playstation 3 tölvu. (stóru börnin verða að fá gjafir líka haha) Við fórum svo út að borða með brimrúnu, kidda og björgólfi. Ágætis dagur semsagt
jæja farin að lúlla.. maður verður svo þreyttur af að stækka svona mikið!!
Um bloggið
döbbu blogg
Tenglar
smáfólkið
- Heiða Karen Lindu og Fylkirs dóttir
- Salka og Kolka dætur Emmu
- Kara og Alex gríslingarnir hennar Ólafar
- Björgólfur Bersi sonur Brimmzu og Kidda
- Salome og Gabríel gríslingarnir hennar Maríu F
- Eva María og Rakel Lilja stelpurnar hennar Maríu
- Thelma Karen og Stefán Einar gríslingarnir hennar Katrínar
- Ísak og Nökkvi tvibbarnir hennar Sonju
- Sara Rún sætasta músin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með gærdaginn, elsku frænka
Man svo ótrúlega vel eftir því þegar múttan þín var ólétt af þér
SigrúnSveitó, 11.12.2007 kl. 08:14
Til hamingju með daginn Dabba.
kv ingvar
ingvar a (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:19
Innilewga til hamingju með daginn um daginn Dabba mín.
Sonja (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.