finnst ykkur í lagi...

að vera að vinna í húsinu sínu að utan kl 1 um nótt með brjáluðum hávaða sem fylgir rafmagnssög og barningi?? ekki mér allavega... oj hvað ég er pirruð út í væntanlega nágranna sem eru að vinna í húsinu sínu gjörsamlega allan sólarhringinn.. og þeir eru samt ská á móti mér! hugsa að ég hefði farið út og argað á þá ef þetta væri húsið við hliðina á mér.. sumir sýna bara enga tillitsemi.

en að öðru.. verslið þið ennþá á KFC? hugsa að ég fari að segja þetta gott þar.. ekki það að ég borði þar í hverri viku eða neitt þannig en þegar ég fæ mér þá virðist þeim vera lífsins ómögulegt að afgreiða rétt í lúginni þar. það er eitthvað mikið að hjá þessu fyrirtæki. rétt upp hönd sem fær rétt afgreitt hjá þeim í lúgunni... trúi því varla að þetta eigi bara við um okkur... það er eins og það sé mission að láta fólk EKKI fá krydd með frönskunum sínum..Angry

ok búin að losa um pirringinn Tounge

Sara Rún er ennþá lasin, þetta ætlar engan endi að taka hjá henni greyinu. hugsa að ég fari að huga að einhverju óhefðbundnu núna.. hómópata eða eitthvað álíka. Ég hélt að það væri bannað að vera lasinn í desember þegar foreldrar eru í skóla.. las ég það ekki einhverstaðar ? Wink akkúrat í dag er ég allavega ekki að sjá fram á það að geta klárað þessi 4 próf í desember með sóma... en sonja segir mér að það sé bara rugl, hennar strákar eru alltaf veikir í desember og maí.. fá svona 2svar á ári veiki þegar hún er í prófum og hún er að brillera í þessu þannig að ég þarf bara að taka bjartsýnispillurnar og hressa mig við hehe.

jæja farin að sinna lösnu músinni sem er að tölta hérna um með 3 snuddur í hendi.. bara fyndin.

knús á línuna... og endilega sendið mér jákvæðnisstrauma takk. og ritgerðaranda kanski líka... mjakast hægt í alkóhólismi og fjölskyldur ritgerðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

well... þakkaðu fyrir meðan það er bara kryddið með frönskunum, þú borgar allavega ekki fyrir það. Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar bara ekki fengið það í pokan sem átti að vera í honum. Eitt skiptið hafði ég keypt stóran af frönskum og 2 kokteil og svo tvo zingerburgers... ég fékk bara franskarnar.. og þær voru meira að segja líka eldgamlar og kaldar!.. held ég hafi seint orðið jafn pirruð né leiðinleg við nokkurn starfsmann ever þegar ég mætti á staðinn eftir að hafa verið komin alla leið h eim til mín, og ég bý nú ekki beint í göngufæri við KFC... skítastaður

En er það ekki í einhverjum skirfuðum eða óskrifuðum lögum að fólk eigi ekki að vera með ótímabæranhávaða eftir 10 á kvöldin eða 12...? spurning um að bögga lögguna ef það er eitthvað svona vesen í gangi..

Friður! 

Signý, 25.11.2007 kl. 14:39

2 identicon

ég er hætt að kaupa KFC.. fékk ógeð eftir að ég pantaði mér kjúklingaborgara einu sinni þegar ég var á íslandinu og fékk beinaborgara.. það voru sem sagt fullt af beinum í borgaranum! missti algjörlega lystina á KFC og neita að fara þangað aftur.. hafði ekki einu sinni lyst á að skila borgaranum (var komin heim með borgarann!) því ekki langaði mig í annan! ojj bjakk!

annars sendi ég fullt af góðum lærdómsstraumum til þín og innilegar batnaðarkveðjur til litlu veiku mýslu!

Emma (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 17:26

3 Smámynd: Dabban

oj emma!! hefði ég bilast á einhvern starfsmann þarna!

annars er ég farin að gera það í hvert skipti sem ég fæ ekki kryddið eða eitthvað annað að hringja og kvarta.. ég spurði einmitt í gær hvort það væri ekki nokkur  séns að það væri hægt að taka þetta upp á einhverjum starfsmannafundi eða eitthvað álíka.. þetta er orðið alveg focking pirrandi. sérstaklega þegar maður biður 2svar um,,, síðast þegar ég vissi þá var ekki atvinna með stuðningi þarna.. en það gæti svosem hafa breyst. hehe. ég bauð henni allavega að skutla þessu til mín í gær eða gefa mér inneign upp á máltíð og hún sagði að það væri enginn með bílpróf sem væri að vinna þarna hahahahaa.

ææ bara vera leiðinleg... þá lagast þetta kanski hver veit.

Dabban, 25.11.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Svo ég taki nú þátt...KFC er bara gott, en ógeð samt...  Amk þolir maginn í mér ekki þetta feita sull svo ég bara fer ekki þangað...og hef aldrei farið í lúguna svo ég ætla ekki að gremjast með ykkur  

Sendi þér hins vegar fullt af gleði, hamingju, jákvæðni og svoleiðis og gangi þér svaka vel í prófunum.  

Svo ég segi þér nú sögu af konu sem útskrifaðist með mér...hún var 4 barna móðir þegar við byrjuðum í skólanum...eignaðist svo barn númer 5 og skildi stuttu síðar.  Var með börnin aðra hverja viku, hina vikuna vann hún á kvöldin.  Hvenær hún lærði veit ég ekki alveg en henni gekk ljómandi vel og virtist oftast betur lesin en margir aðrir...  Viku áður en við áttum að skila lokaverkefninu eignaðist hún svo tvíbura með nýja manninum sínum...sem sagt komin með 7 börn...og svo gekk henni ljómandi vel í lokaprófinu 4 vikum eftir fæðingu!  

Svo þú sérð að allt er hægt

Gangi þér vel, elskan. 

SigrúnSveitó, 29.11.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

döbbu blogg

Höfundur

Dabban
Dabban

26 ára, bý í hafnarfirði ásamt Himmanum mínum og 18.mánaða skellibjöllunni okkar henni Söru Rún. Er nemi í félagsráðgjöf við HÍ.

"Usually I'm thin and gorgeous But today's my day off"

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...324220944_0
  • ...215192725_0
  • ...display3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband