23.10.2007 | 13:39
jæja..
tja ætli það sé nú ekki kominn tími á eins og eina nýja færslu er þaggi?
ég skil bara ekkert hvað verður um tímann,, var þriðjudagur í gær fannst mér.
annars gengur skólinn bara ágætlega hjá mér. Mikið efni samt sem þarf að fara yfir og kúrsarnir misjafnlega áhugaverðir eins og gengur og gerist. Það er samt einn sem mér finnst rosaskemmtilegur og það er áfengis-og vímuefnamál, var einmitt í honum í dag. Er svo að fara fljótlega að taka viðtal við konuna sem kennir þennan kúrs í samb. við börn alkóhólista... very very áhugavert.
Annars stækkar Saran mín rosa hratt þessa dagana. Maður er auðvitað að sjá alltaf meiri karakter með hverjum deginum og finnst mér alveg hrikalega fyndið þegar ég sé einhver svona ákveðin einkenni sem eru svipuð eins og hjá mér eða pabba hennar.
T.d sýnist mér hún ætla að verða lík pabba sínum með það að vera voða rugluð þegar hún sefur. Hann á það til að hoppa upp á stól og skrúfa niður peruna úr ljósinu sofandi eða já setjast upp í hláturskasti og segja mér hvað hann doddi er nú frábær og leggjast svo aftur niður haha bara fyndinn.
Hún semsagt var alveg að brillera í gærkv. steinsofandi og tók ekki eftir mér. Ein í "týnd" leik, sat og setti teppi yfir hausinn á sér og sat þannig heillengi þar til ég sagði "er sara týnd" og þá tók hún teppið af sér eftir smá stund horfði á mig og lagðist svo bara niður... alveg sofandi svo ég tali nú ekki um allar leikfimisæfingarnar á kvöldin og nóttunni.. ég skil bara ekki hvernig getur verið þægilegt að sofa í t.d þessari stellingu??
eða þá þessari??
hugsa að ég væri þreytt þegar ég myndi vakna ef ég væri búin að sofa með rassinn upp í loftið alla nóttina!! hehe
jamm...
jæja ætla að fara að lesa... það er nú víst nóg sem þarf að gera af því!!
eigið öll yndislegan dag í dag!!
Um bloggið
döbbu blogg
Tenglar
smáfólkið
- Heiða Karen Lindu og Fylkirs dóttir
- Salka og Kolka dætur Emmu
- Kara og Alex gríslingarnir hennar Ólafar
- Björgólfur Bersi sonur Brimmzu og Kidda
- Salome og Gabríel gríslingarnir hennar Maríu F
- Eva María og Rakel Lilja stelpurnar hennar Maríu
- Thelma Karen og Stefán Einar gríslingarnir hennar Katrínar
- Ísak og Nökkvi tvibbarnir hennar Sonju
- Sara Rún sætasta músin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvernig er eiginlega hægt að sofa svona?? þvílíkt krúttlegar stellingar samt :D
Emma (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 17:32
Algjört krútt
Halla (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 17:38
Haha bara krúttlegt..
Díana Huld (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.