31.8.2007 | 22:42
Króatía og strandaglópur i þýskalandi
vildi nú bara láta ykkur vita að ég andaðist nú ekkert úr fílunni hérna um daginn!! skil nú bara ekkert í þessari bloggleti undanfarið.. biðst bara afsökunar, veit þið voruð öll farin að sakna mín!
annars er bara allt gott að frétta af þessum bæ. Erum komin heim frá Króatíu, sæl og glöð. Króatía er skemmtilegt land, ódýrt og fínt, mæli eindregið með þeim stað. Hugsa að ég fari pottþétt þangað aftur
Vorum þar í góðu yfirlæti hjá tengdó sem eru fararstjórar þarna úti. Skelltum okkur til Feneyja meðal annars sem er nú skemmtileg upplifun. Þar fórum við í gondóla siglingu sem var mjög gaman.
Ég hlýt að smakkast ansi vel því mér tókst að næla mér í alls 19 bit á einni viku! Himmi slapp nú mun betur en hann fékk nokkur samt.
Hér er bara allt að detta í rútínu hjá okkur. Litla músin byrjuð hjá dagmömmu sem gengur bara rosalega vel. Við erum búnar að vera í aðlögun þessa vikuna og held ég að það sé meira fyrir mig en hana haha.!!
Ég og brimmza erum byrjaðar í þjálfun upp í hress sem er bara alveg brilliant. Þetta er svona hópþjálfun sem er mjög skemmtilegt. Sem betur fer er slökkviliðið að æfa á svipuðum tíma svona ef ske kynni að það þyrfti að blása í mann lífi þarna svo mikil eru átökin hehe. (hugsa að það sé nú því að kenna að formið er nú ekki upp á sitt allra besta). Nú er semsagt bara harkan sex hjá okkur næstu mánuði.
Annars er heyrði ég nú í honum kidda vini mínum í dag. Hann var strandaglópur í dusseldorf þýskalandi. Ég sagði honum nú að ég myndi ekki setja þetta á bloggið en þar sem hinn virti fréttavefur teamxslow reið á vaðið í dag þá getið þið bara kíkt þangað ef þið viljið forvitnast frekar um ástæður þess.
Læt samt fylgja með eina mynd sem var tekin fyrir 2árum þegar Kiddi kom heim af Hróarskeldu þar sem upp hafði komið svipað atvik á leiðinni til danmerkur.
bið að heilsa ykkur í bili.
knús á línuna
Um bloggið
döbbu blogg
Tenglar
smáfólkið
- Heiða Karen Lindu og Fylkirs dóttir
- Salka og Kolka dætur Emmu
- Kara og Alex gríslingarnir hennar Ólafar
- Björgólfur Bersi sonur Brimmzu og Kidda
- Salome og Gabríel gríslingarnir hennar Maríu F
- Eva María og Rakel Lilja stelpurnar hennar Maríu
- Thelma Karen og Stefán Einar gríslingarnir hennar Katrínar
- Ísak og Nökkvi tvibbarnir hennar Sonju
- Sara Rún sætasta músin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sonur svein er náttúrulega snillingur..... En var ekki soltið gaman í Feneyjum alltaf langað soltið að koma þangað
Elli V (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.