25.7.2007 | 10:54
uss hvað tíminn líður hratt....
viljum byrja á því að óska afmælisbörnum vikunnar til hamingju með daginn.. Kristófer Lár frændi varð 1. árs síðasta föstudag (20.júlí), Kara Margrét vinkona varð 1.árs á sunnudaginn (22.júlí), svo á Linda besta frænka afmæli í dag.. hún er orðin 19.ára skvísan... já það er nú ekki svo rosalega langt síðan hún og guðbjörg voru að syngja "það er gott að vera þar sem gleðin býr!" en það er án efa eitt það allra fyndnasta sem ég man eftir síðan þær voru litlar. Ég var einmitt að segja katrínu frá þessari sögu um daginn þar sem ég var að kaupa spiladós hjá rauða krossinum sem spilar einmitt þetta sama lag. Freyja verður svo 13.ára 27.júlí. Ekkert smá mikið af afmælisbörnum!!!!
en að allt öðru...
helgin var alveg hrikalega skemmtileg. Skelltum okkur í skagafjörðinn þar sem Himmi var að keppa í ralli. Honum gekk auðvitað rosalega vel, eins og alltaf Því miður voru Danni og ásta dæmd út vegna ólöglegrar ræsingar inn á síðustu sérleið sem var frekar fúlt þar sem þau voru búin að vinna þetta. En Danni er alltaf svo yndislegur og tók þessu ótrúlega vel, algjör pollíana, alltaf svo jákvæður og hress. Og sáu svo flóðhestarnir um að halda uppi stuðinu á tjaldsvæðinu fram á rauða nótt. Sara var nú bara hress þarna vel fram eftir með okkur og fór svo í lúllið um hálf 1 leytið.
Takk fyrir skemmtilega helgi allir saman
heyrðu jú það er nú eitt afmælisbarn í viðbót sko... hann kiddi er að verða þrítugur á sunnudaginn og ætlar að halda rosa partý á nasa á laugardaginn.. þar verður aldeilis stuðið. Sara fer í næturpössun og alles... Guð hvað ég hlakka til að sofa út!!!!!!!!!!!!!
jæja nóg í bili
hilsen
Um bloggið
döbbu blogg
Tenglar
smáfólkið
- Heiða Karen Lindu og Fylkirs dóttir
- Salka og Kolka dætur Emmu
- Kara og Alex gríslingarnir hennar Ólafar
- Björgólfur Bersi sonur Brimmzu og Kidda
- Salome og Gabríel gríslingarnir hennar Maríu F
- Eva María og Rakel Lilja stelpurnar hennar Maríu
- Thelma Karen og Stefán Einar gríslingarnir hennar Katrínar
- Ísak og Nökkvi tvibbarnir hennar Sonju
- Sara Rún sætasta músin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff, get vel trúað að þig hlakki til að sofa út!!!
*hóst*, Gabríel 21. júlí, og Ísak og Nökkvi 30. *hóst*
María F (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 11:22
bahahaha já omg gleymdi þeim!!!!!!!!!!!!!!!! vá hvað það eru margir í þessari viku shitt
Dabban, 25.7.2007 kl. 12:39
hahaha nei auðvitað gleymi ég því ekki... þess vegna skil ég ekki alveg afhverju ég gleymdi þeim þar sem ég er nú að fara að mæta í köku hahaha
sjáumst hressar þá
Dabban, 25.7.2007 kl. 13:14
Til hamingju öll ammlisbörn!! Júlí er sko góður mánuður til að eiga afmæli upp á veður að gera en verra fyrir gesti sem er boðið..alltaf allir í einhverju sumarfríi..
See u on saterday babe..hlakka til ;o)
Sonja (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.