16.7.2007 | 20:09
fótboltabulla
nei kanski ekki alveg...
fór á laugardaginn með magga á fótboltaleik. Er búin að vera á leiðinni með honum lengi því mig hefur alltaf langað til að prufa, hann segir að það sé svo mikil stemming í þessu. Ég skemmti mér bara konunglega. Maggi og systkini hans eru sko gallharðir stuðningsmenn FH og mæta held ég bara á alla leiki. Hafliði bróðir hans heldur úti vinsælustu fótboltaheimasíðu landsins. fótbolti.net
Ég fékk treyju og alles, maður verður að vera inn sko.
Annars er ég bara búin að eiga rosalega góða helgi. Föstudagurinn fór í langt rölt upp og niður laugarveginn þar sem var fengið sér gott að borða og sest á kaffihús í kósýheitum . stelpurnar áttu "barnlausan dag" en saran var með mér og vilborg frænka var þarna líka með kristófer sinn.
á sunnudaginn var svo kaffiboð hjá mömmu þar sem sigrún frænka og strákarnir hennar komu í heimsókn ásamt jóhannesi frænda. Bergþóra systir var þarna líka ásamt fleira fólki sem kíkti við. Það var mjög gaman að hitta þau, það virðist alltaf líða of langt á milli. Persónulega finnst mér nú ekki alveg nóg að hitta þau bara einu sinni á ári á jólunum sko. vonandi verða fleiri hittingar í framhaldi af þessu.
Í dag fórum við svo með allan krakkaskarann í húsdýragarðinn og lord'o lord hvað börnin voru ekki upp á sitt besta þarna. Við sem ætluðum að liggja í kósýheitum og sóla okkur meðan stelpurnar svæfu og stóru léku sér,, nei það var ekki alveg svoleiðis sara var svo þreytt eftir að hafa þrjóskast allan daginn að hún steinsofnaði sitjandi í vagninum þegar við vorum á leiðinni heim!!
algjör rassgat samt
jæja þetta er nú aldeilis orðinn langur pistill hjá mér!!!
knús á línuna
Dagbjört
Um bloggið
döbbu blogg
Tenglar
smáfólkið
- Heiða Karen Lindu og Fylkirs dóttir
- Salka og Kolka dætur Emmu
- Kara og Alex gríslingarnir hennar Ólafar
- Björgólfur Bersi sonur Brimmzu og Kidda
- Salome og Gabríel gríslingarnir hennar Maríu F
- Eva María og Rakel Lilja stelpurnar hennar Maríu
- Thelma Karen og Stefán Einar gríslingarnir hennar Katrínar
- Ísak og Nökkvi tvibbarnir hennar Sonju
- Sara Rún sætasta músin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æj, litla krúttið.
SigrúnSveitó, 17.7.2007 kl. 01:12
gestabókin þin er eitthvað ónýt!
Hæ - sakna ykkar allra 4 - vantar algjörlega lífshljóðin á efri hæðina.
Knús / Danni
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 17.7.2007 kl. 22:59
jæja minns er loksins búin að skipta yfir :D ætla að sjá hvernig þetta verður :)
Litla músin sofandi í vagninum hehe.. það er ekkert hægt að vera reið við þau, þau brosa og allt er gleymt heheh
sé ykkur um helgina
kv Katrín
Katrín, 19.7.2007 kl. 00:07
Góða ferð norður og ekki gera neitt sem ég mundi ekki gera :)
Ohhhh, mig langar svo með núna, alveg drullusé eftir því að hafa ekki tekið mér frí og farið bara
Bið að heilsa Himma og Söru :*
Sunneva (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 23:47
Áfram EFFFF HHÁÁÁÁ!!!!
Haha...vildi bara vera með
Sonja (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.