loksins

kyssa mömmusín!ég veit varla hvort ég eigi að þora að skrifa þetta hérna er svo hrædd um að jinxa það en what the hell, læt það flakka! Cool Haldið þið ekki að við höfum ekki bara sofið út í gær... já kraftaverkin gerast víst enn. Sara svaf semsagt til kl 8.15. sem er nú bara næstum eins og hádegi hér á bæ sko haha. Hún er öll að koma til í svefnmálunum, loksins. Verð að segja að ég er orðin ansi lang þreytt af því að sofa aldrei meira en nokkra tíma í einu og vakna kl 5 sem er eiginlega bara nótt sko! En undanfarna viku - 10 daga hefur hún sofið eins og steinn til 7. Vá hvað það er mikill munur. Annars er þvílíki þroskakippurinn hjá minni þessa dagana og það yndislegasta af öllu er að hún er farin að kyssa mömmu og pabba í gríð og erg. Er hægt að vera meiri dúlla ha? svo eru komin nokkur orð og svona. getið nú lesið meira um það á síðunni hennar Söru 

Annars er nú allt gott að frétta bara af okkur hér í kotinu. Erum á fullu að vinna í risinu hjá okkur og vonandi fær litla skvís herbergi fyrir sig fljótlega og við meira pláss, það er orðinn ágætis skortur á plássi hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Oooohhhh, það er fátt yndislegra en koss frá unganum sínum

Vonandi helst þetta með svefninn...sammála þér, kl 5 ER NÓTT!!!

Frænkuknús... 

SigrúnSveitó, 11.7.2007 kl. 23:00

2 identicon

vá frábært :D ég skil vel að þér finnst 8 vera hádegi... það mætti alveg reyna að ná mér á fætur kl 5 hehehe.. það er bara nótt.

En hvernig er það.. er þetta kerfi skemmtilegra heldur en blog.central og bloggar.is... mig er alveg farið að langa að prufa eitthvað nýtt :)

Heyri í þér fljótlega!! 

Katrín (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 02:31

3 identicon

Alveg sammála þér Katrín, en ég væri líka til í að vita með þetta kerfi. Er jafnvel að hugsa um að skella mér á svona blogg!!

María F (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 15:45

4 Smámynd: Dabban

mér finnst þetta þægilegra kerfi. Er ekki að fíla þetta bloggar kerfi sem við erum á með hina síðuna. Skellið ykkur bara hingað og gerist "bloggvinir" mínir

Dabban, 12.7.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

sko,,alveg eins og frænsystkyn sín,,taka daginn snemma.hehe

Það er sko lúxus þegar þau fara að sofa út,til 7 

Bergþóra Guðmunds, 13.7.2007 kl. 21:44

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Æði að hitta þig í dag, elsku frænka. Takk fyrir spjallið

SigrúnSveitó, 15.7.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

döbbu blogg

Höfundur

Dabban
Dabban

26 ára, bý í hafnarfirði ásamt Himmanum mínum og 18.mánaða skellibjöllunni okkar henni Söru Rún. Er nemi í félagsráðgjöf við HÍ.

"Usually I'm thin and gorgeous But today's my day off"

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...324220944_0
  • ...215192725_0
  • ...display3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband