slysó

ég skellti mér á slysó í dag. Fannst nú pínu kjánalegt að fara þarna upp eftir með svona smá mál. Ég steig semsagt á flís fyrir c.a 10 dögum og er búin að vera að drepast í fætinum síðan. kíkti svo á þetta í morgun og þá var þetta orðið frekar ljótt þannig að ég ákvað að drífa mig að láta kíkja á þetta. Hugsaði með mér að fótsnyrtingin sem ég ætlaði í á morgun myndi ekki alveg duga til. Þetta tók nú fljótt af, var kölluð upp ásamt einum gutta sem var að fá áverkavottorð eftir að hafa verið laminn í nótt. Skildi nú ekki afhverju við ættum að koma saman inn en ok við röltum með hjúkkunni. Vorum svo leidd inn  í herbergi sem var fullt af rúmum með tjöldum á milli og okkur  var plantað á sitthvort rúmið. Svo kom læknirinn og kíkti á fótinn. Stakk mig með frekar miklum látum 3svar til að deyfa þetta.. oj hvað það var vont. Svo var bara mundaður hnífurinn og ég skorin upp þarna í rúminu. Læknirinn bölvaði plássleysinu og sagði að þetta væru nú ekki alveg bestu aðstæðurnar en það er verið að gera slysó upp þessa dagana. Hún náði svo þessari hlussu flís úr löppinni á mér og það blæddi og blæddi úr þessu. Fékk svo risa skammt af sýklalyfjum til að bryðja næstu 10 daga. þessi flís var heldur betur dýr, kostaði mig barasta 6500 kr takk fyrir góðan daginn. Það er dýrt að þurfa til læknis. Er ennþá að jafna mig eftir sjokkið sem ég fékk þegar ég þurfti til tannsa áður en við fórum út sem kostaði mig 35þúsund (og ég þarf að koma aftur !!!) 

annars er ég bara hress, hálf hölt bara hehe.

Við fengum nýjan sófa í gær. Keyptum hann notaðann af þórhöllu. Gott að vera komin með nýjan sófa.

bið að heilsa ykkur

dabban out.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nauhauj

ertu ekki að djóka í mér með þessa blessuðu flís?? vá, gætir farið fínt út að borða á argentínu fyrir þennan flísapening... hehehe :)

og til hamingju með nýja sófann. hlakka til að koma og kíkja á gripinn!!

hahahhaha... o my dog, ég gat semsagt ekki svarað rétt hérna ruslpóstvörninni, það var spurt hvað er summan af þremur og einum.... ég svaraði 3!!!! og þá kom upp að ég hafi gert rangt svar, ég var voða hissa......o my, verð að fara dusta af stærðfræðinni hjá mér... hahaha

Ólöf Ösp (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 22:35

2 identicon

Nauhau!!! Var þetta svo bara risaflís!!! Við Brimrún á fullu að reyna að sannfæra þig um að þetta væri bara líkþorn, hahahahhahaha.
En þetta er enginn smá peningur! En betra að losna við flísin heldur en að hafa hana þarna.

En til hamingju með nýja sófann, hlakka til að sjá hann hjá þér ( þar sem ég hef nú séð hann hjá Þórhöllu ;-))

María F (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 00:51

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Velkomin á bloggið, frænka.

SigrúnSveitó, 10.7.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

döbbu blogg

Höfundur

Dabban
Dabban

26 ára, bý í hafnarfirði ásamt Himmanum mínum og 18.mánaða skellibjöllunni okkar henni Söru Rún. Er nemi í félagsráðgjöf við HÍ.

"Usually I'm thin and gorgeous But today's my day off"

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...324220944_0
  • ...215192725_0
  • ...display3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband