Færsluflokkur: Bloggar

ohhhhh

er búin að sitja hér í smá stund í hálfgerðri fýlu út í allt.. Er eitthvað svo illa stemmd í dag, að drepast í bakinu og komin með tannpínu aftur *væl væl* rúmið okkar er svo ekki að gera sig þessa dagana, það er orðið alveg handónýtt en við getum eiginlega ekki keypt nýtt fyrr en við flytjum upp því það er einfaldlega ekki pláss. Held við séum alltaf svona þreytt því við sofum svo illa og þá verður maður illa stemmdur yfir daginn.

var á bloggrúntinum og kíkti á sigrúnu frænku, las þar pistil sem hressti mig nú aðeins við. Stundum gleymir maður því hvað maður hefur það yfir höfuð gott og gleymir að vera bara þakklátur fyrir að eiga góða vini og fjölskyldu. Er því hætt í fýlunni minni og ætla að reyna að koma mér í vinnuna með aðeins jákvæðara hugarfari. Wink 

hugarfarið skiptir svo miklu máli... ef maður er búinn að ákveða að eitthvað verði leiðinlegt og ómögulegt þá verður það pottþétt þannig, eða eins og brimmza vinkona sagði fyrir helgina... "veðurfar er hugarfar" þegar einhver var að væla yfir veðurspánni fyrir verslunarmannahelginni.

bið að heilsa ykkur og knús á línuna


orðatiltæki

við erum með gest hjá okkur um helgina. Stefán, stjúpbróðir himma frá svíþjóð er í heimsókn. Hann er búinn að búa í svíþjóð í 15ár c.a og er því aðeins farinn að ryðga í íslenskunni. Segir sjálfur að það taki hann c.a viku að komast almennilega inn í málið aftur og eru setningarnar því oft skreyttar með smá sænskri slettu sem við skiljum auðvitað. Í gær vorum við að horfa á sjónvarpið og mér fannst einn gaurinn eitthvað hallærislegur og sagði að mér þætti hann eitthvað svo kindarlegur, hann bara "ha kindarlegur? hvað þýðir það?" fór þá að spá hvað málið hefur nú breyst mikið. Við slettum auðvitað svoldið mikið og sum orð hafa öðlast nýja merkingu í dag.

t.d veit ég nú ekki hvað afi minn myndi segja ef hann heyrði mig kalla einhvern sem færi í taugarnar á mér rassaþurrku (sem ég geri oft ef mér finnst einhver meiri hálvitinn tala ég um að hann sé nú meiri rassaþurrkan)

 annars hefur orðið rassaþurrka aukist í metum hjá mér... þær gegna nú alveg ótrúlega mikilvægu og vanmetnu starfi á þessu heimili. W00t

spurning um að fara skipta rassaþurrkuorðinu í samhenginu hálviti út og finna eitthvað nýtt.... humm veit ekki.


Himmi og bensíndælan

var að lesa blaðið í fyrradag og sá þá frétt undir lögreglufréttum þar sem stóð að lögreglan var að lýsa eftir manni sem hafði skemmt bensíndælu í bænum með því að keyra af stað með dæluna enn í bílnum.. (gáfaður sá) þá varð mér hugsað til hans himma míns sem eins og flestir sem okkur þekkja getur stundum verið svoldið skapstór LoL

 sagan er semsagt svona: (fyrir ykkur sem hafið ekki heyrt söguna af himma og bensíndælunni hehe)

Ég og Himmi vorum einu sinni stödd á egó sjálfsafgreiðslustöð að taka bensín. Himmi fer og setur þúsund kall í og byrjar að dæla, nema hvað að dælan dælir c.a 100 kr. og stoppar svo. Hann djöflast eitthvað í henni til að sjá hvort hún losi ekki um en nei nei ekkert gerist. Þá er minn maður orðinn frekar pirraður á "þessu helv. drasli" eins og hann orðaði það og ætlar að dangla dælustútnum í dæluna (já eins og flestir vita leysti það ekki vandamálið Wink) nema hvað þetta var svona helvíti flott dæla úr plexígleri þannig að dælustúturinn braut dæluna!!!!!!!!!

Himmi settist inn í bíl bölvandi og ragnandi og ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að þora að hlægja en inn í mér var ég auðvitað að springa úr hlátri. Ég spurði hann þá hvort hann ætlaði ekki að taka kvittun og fara með hana á Essó og fá þetta endurgreitt og þá sagðist hann nú aldeilis ekki ætla að gera það þar sem hann gæti þá bara verið rukkaður fyrir skemmdirnar. Ég sprakk auðvitað úr hlátri og hann líka þegar hann fattaði hvað skapið á honum getur nú stundum verið kjánalega mikið . Við biðum nú alltaf eftir því að fá rukkun heim einn daginn svona ef það hefði verið myndavél á staðnum en þeir hafa örugglega bara tekið þúsundkallinn upp í skemdirnar Whistling en hversu fyndið er það að hafa eyðilagt bensínssjálfsala??????

ææ varð hugsað til þessarar sögu þegar ég sá þessa frétt... hann var nú bara heppinn að þetta varð ekki lögreglumál Police hahahahaha

 


allt að gerast á rvk.veginum

heil og sæl lesendur góðir til lands og sveita Tounge

hér eru hlutirnir að gerast þessa dagana. Eins og flestir vita erum við að standsetja risið hjá okkur og gengur bara ágætlega. Þetta er auðvitað búið að vinda upp á sig eins og gerist alltaf og var tekin ákvörðun um það hér í fyrradag að brjóta niður skorsteininn sem stóð í miðjunni. Vá hvað það munar miklu að vera búin að losna við hann en vinnan við að koma þessari steypu út..... SH*TT held við höfum farið hátt í 200 ferðir hér upp og niður stigann með brotna steypu í fötu. Mjög svo skemmtilegt, en þetta kemur bara til með að gefa okkur svo miklu meiri möguleika þannig að þetta var ekki spurning.

Nú er Gústi (hennar Sonju) á fullu að smíða þarna uppi fyrir okkur og Kiddi (hennar Maríu) hefur verið að kíkja hér á pípulagnirnar.

verðum nú vonandi komin þarna upp fyrir jól hehe.

Það stefnir nú á betra veður en spáð var um helgina og er planið að taka statusinn á þessu á morgun og ákveða hvert skal halda.

afmælið hans Kidda var alveg rosalega skemmtilegt og vel heppnað. ég ætla nú að reyna að koma mér í það mjög fljótlega að fara að setja inn eitthvað af myndum inn á www.hkracing.net sú síða hefur verið í ansi mikilli lægð síðustu misseri enda erum við nú ekki búin að vera mikið á tjúttinu eftir að Sara Rún fæddist.

496

læt allavega fylgja með eina af mér og afmælisbarninu. er hann alveg eldgamall enda alveg 5árum eldri en ég (ok þangað til í des er ég bara 25 Wizard)

450

ég og katrín (spurning hver var edrú þarna og hver í'ðí?) haha

533

hér er himmi alveg að missa sig í gleiðinni að brjóta niður

544

smá munur eftir að kvikindið er farið!!

 

bið að heilsa ykkur... er farin í það að bera niður timburbrak!! Sick

knús á línuna


dabba fréttaljósmyndari

fyrsta fréttaljósmyndin mín... sjá hér!!!!!!!!!!!!!

það var keyrt á stelpu hér fyrir utan húsið mitt áðan. Held hún sé nú ekki alvarlega slösuð, handleggsbrotin sennilegast. Lögreglan lokaði reykjavíkurveginum í c.a hálftíma.

Stelpan var að fara yfir gangbrautina hér á grænu gangbrautarljósi og ökumaðurinn sá ekki rautt ljós og keyrði á hana. Vona að hún sé nú ekki alvarlega slösuð greyið.

Þetta blessaða hringtorg sem var sett hérna við arnarhraunið hefur nú ekki dregið mikið úr hraðanum hér sem er ansi mikill. veitti ekkert af hraðahindrunum í götuna líka.

segjum það gott í bili , farin í búðina að kaupa gott á grillið.

kv. Dagbjört fréttaljósmyndari með meiru Cool


uss hvað tíminn líður hratt....

viljum byrja á því að óska afmælisbörnum vikunnar til hamingju með daginn.. Kristófer Lár frændi varð 1. árs síðasta föstudag (20.júlí), Kara Margrét vinkona varð 1.árs á sunnudaginn (22.júlí), svo á Linda besta frænka afmæli í dag.. hún er orðin 19.ára skvísan... já það er nú ekki svo rosalega langt síðan hún og guðbjörg voru að syngja "það er gott að vera þar sem gleðin býr!" en það er án efa eitt það allra fyndnasta sem ég man eftir síðan þær voru litlar. Ég var einmitt að segja katrínu frá þessari sögu um daginn þar sem ég var að kaupa spiladós hjá rauða krossinum sem spilar einmitt þetta sama lag.  Freyja verður svo 13.ára 27.júlí. Ekkert smá mikið af afmælisbörnum!!!!

 en að allt öðru...

helgin var alveg hrikalega skemmtileg. Skelltum okkur í skagafjörðinn þar sem  Himmi var að keppa í ralli. Honum gekk auðvitað rosalega vel, eins og alltaf Wink Því miður voru Danni og ásta dæmd út vegna ólöglegrar ræsingar inn á síðustu sérleið sem var frekar fúlt þar sem þau voru búin að vinna þetta. En Danni er alltaf svo yndislegur og tók þessu ótrúlega vel, algjör pollíana, alltaf svo jákvæður og hress. Og sáu svo flóðhestarnir um að halda uppi stuðinu á tjaldsvæðinu fram á rauða nótt. Sara var nú bara hress þarna vel fram eftir með okkur og fór svo í lúllið um hálf 1 leytið.

Takk fyrir skemmtilega helgi allir saman Smile

heyrðu jú það er nú eitt afmælisbarn í viðbót sko... hann kiddi er að verða þrítugur á sunnudaginn og ætlar að halda rosa partý á nasa á laugardaginn.. þar verður aldeilis stuðið. Sara fer í næturpössun og alles... Guð hvað ég hlakka til að sofa út!!!!!!!!!!!!!

jæja nóg í bili

hilsen


fótboltabulla

nei kanski ekki alveg...Wink

fór á laugardaginn með magga á fótboltaleik. Er búin að vera á leiðinni með honum lengi því mig hefur alltaf langað til að prufa, hann segir að það sé svo mikil stemming í þessu. Ég skemmti mér bara konunglega. Maggi og systkini hans eru sko gallharðir stuðningsmenn FH og mæta held ég bara á alla leiki. Hafliði bróðir hans heldur úti vinsælustu fótboltaheimasíðu landsins. fótbolti.net

Ég fékk treyju og alles, maður verður að vera inn sko. 20070716193828_0

20070716193911_18Annars er ég bara búin að eiga rosalega góða helgi. Föstudagurinn fór í langt rölt upp og niður laugarveginn þar sem var fengið sér gott að borða og sest á kaffihús í kósýheitum . stelpurnar áttu "barnlausan dag" en saran var með mér og vilborg frænka var þarna líka með kristófer sinn.

á sunnudaginn var svo kaffiboð hjá mömmu þar sem sigrún frænka og strákarnir hennar komu í heimsókn ásamt jóhannesi frænda. Bergþóra systir var þarna líka ásamt fleira fólki sem kíkti við. Það var mjög gaman að hitta þau, það virðist alltaf líða of langt á milli. Persónulega finnst mér nú ekki alveg nóg að hitta þau bara einu sinni á ári á jólunum sko. Cool vonandi verða fleiri hittingar í framhaldi af þessu.

Í dag fórum við svo með allan krakkaskarann í húsdýragarðinn og lord'o lord hvað börnin voru ekki upp á sitt besta þarna. Við sem ætluðum að liggja í kósýheitum og sóla okkur meðan stelpurnar svæfu og stóru léku sér,, nei það var ekki alveg svoleiðis Angry sara var svo þreytt eftir að hafa þrjóskast allan daginn að hún steinsofnaði sitjandi í vagninum þegar við vorum á leiðinni heim!!

algjör rassgat samtInLove

20070716193856_11

jæja þetta er nú aldeilis orðinn langur pistill hjá mér!!!

knús á línuna Kissing

Dagbjört


loksins

kyssa mömmusín!ég veit varla hvort ég eigi að þora að skrifa þetta hérna er svo hrædd um að jinxa það en what the hell, læt það flakka! Cool Haldið þið ekki að við höfum ekki bara sofið út í gær... já kraftaverkin gerast víst enn. Sara svaf semsagt til kl 8.15. sem er nú bara næstum eins og hádegi hér á bæ sko haha. Hún er öll að koma til í svefnmálunum, loksins. Verð að segja að ég er orðin ansi lang þreytt af því að sofa aldrei meira en nokkra tíma í einu og vakna kl 5 sem er eiginlega bara nótt sko! En undanfarna viku - 10 daga hefur hún sofið eins og steinn til 7. Vá hvað það er mikill munur. Annars er þvílíki þroskakippurinn hjá minni þessa dagana og það yndislegasta af öllu er að hún er farin að kyssa mömmu og pabba í gríð og erg. Er hægt að vera meiri dúlla ha? svo eru komin nokkur orð og svona. getið nú lesið meira um það á síðunni hennar Söru 

Annars er nú allt gott að frétta bara af okkur hér í kotinu. Erum á fullu að vinna í risinu hjá okkur og vonandi fær litla skvís herbergi fyrir sig fljótlega og við meira pláss, það er orðinn ágætis skortur á plássi hér.

 


slysó

ég skellti mér á slysó í dag. Fannst nú pínu kjánalegt að fara þarna upp eftir með svona smá mál. Ég steig semsagt á flís fyrir c.a 10 dögum og er búin að vera að drepast í fætinum síðan. kíkti svo á þetta í morgun og þá var þetta orðið frekar ljótt þannig að ég ákvað að drífa mig að láta kíkja á þetta. Hugsaði með mér að fótsnyrtingin sem ég ætlaði í á morgun myndi ekki alveg duga til. Þetta tók nú fljótt af, var kölluð upp ásamt einum gutta sem var að fá áverkavottorð eftir að hafa verið laminn í nótt. Skildi nú ekki afhverju við ættum að koma saman inn en ok við röltum með hjúkkunni. Vorum svo leidd inn  í herbergi sem var fullt af rúmum með tjöldum á milli og okkur  var plantað á sitthvort rúmið. Svo kom læknirinn og kíkti á fótinn. Stakk mig með frekar miklum látum 3svar til að deyfa þetta.. oj hvað það var vont. Svo var bara mundaður hnífurinn og ég skorin upp þarna í rúminu. Læknirinn bölvaði plássleysinu og sagði að þetta væru nú ekki alveg bestu aðstæðurnar en það er verið að gera slysó upp þessa dagana. Hún náði svo þessari hlussu flís úr löppinni á mér og það blæddi og blæddi úr þessu. Fékk svo risa skammt af sýklalyfjum til að bryðja næstu 10 daga. þessi flís var heldur betur dýr, kostaði mig barasta 6500 kr takk fyrir góðan daginn. Það er dýrt að þurfa til læknis. Er ennþá að jafna mig eftir sjokkið sem ég fékk þegar ég þurfti til tannsa áður en við fórum út sem kostaði mig 35þúsund (og ég þarf að koma aftur !!!) 

annars er ég bara hress, hálf hölt bara hehe.

Við fengum nýjan sófa í gær. Keyptum hann notaðann af þórhöllu. Gott að vera komin með nýjan sófa.

bið að heilsa ykkur

dabban out.

 


"answer the call"

heil og sæl öll sömul. nú er kellan bara komin með blogg! það á svo eftir að koma bara í ljós hversu dugleg ég kem til með að vera hér.

live earth byrjaði kl 8 í morgun og verður í sýningu í allan dag á skjá einum. Margar áhugaverðar staðreyndir um það hversu illa við förum með jörðina svona inn á milli tónlistaratriða. Ég get alveg sagt það að ég er bruðlari. Bruðlari með rafmagn, bensín, vatn og alveg hrikaleg í endurvinnslunni!! er nú samt að reyna að taka mig á þar á bæ. Hætta að henda dagblaðinu í ruslið og safna dósunum. Ég held að flestir spái mjög lítið í því hvaða áhrif allt þetta hefur.

vissuð þið að endurvinnslan á 1 dós dugar fyrir rafmagninu sem sjónvarpið þitt eyðir í 3 klst?  humm hvað ætli ég þurfi þá að safna mörgum dósum á dag? alltof mörgum Wink

Annars er bara allt gott að frétta hér á bæ. Fórum í afmælismatarboð í gær til Brimrúnar og Kidda sem var mjög kósý. Takk fyrir okkur. Tekinn var smá póker þar sem benni fór á kostum. Setning kvöldsins """I've got the ten!!!!"""

 

bið að heilsa ykkur

dabban out.


« Fyrri síða

Um bloggið

döbbu blogg

Höfundur

Dabban
Dabban

26 ára, bý í hafnarfirði ásamt Himmanum mínum og 18.mánaða skellibjöllunni okkar henni Söru Rún. Er nemi í félagsráðgjöf við HÍ.

"Usually I'm thin and gorgeous But today's my day off"

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...324220944_0
  • ...215192725_0
  • ...display3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband