Færsluflokkur: Bloggar
2.12.2007 | 19:29
úff
mikið ofboðslega er þetta sorglegt með litla drenginn úr keflavík. Við fréttum svo í gærkvöldi að þetta var sonur hans Óskars Sól rallykappa.
Við sendum hér með Óskari Sól og fjölskyldu okkar samúðarkveðjur og biðjum guð að gefa þeim styrk á þessum erfiðu tímum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2007 | 14:31
finnst ykkur í lagi...
að vera að vinna í húsinu sínu að utan kl 1 um nótt með brjáluðum hávaða sem fylgir rafmagnssög og barningi?? ekki mér allavega... oj hvað ég er pirruð út í væntanlega nágranna sem eru að vinna í húsinu sínu gjörsamlega allan sólarhringinn.. og þeir eru samt ská á móti mér! hugsa að ég hefði farið út og argað á þá ef þetta væri húsið við hliðina á mér.. sumir sýna bara enga tillitsemi.
en að öðru.. verslið þið ennþá á KFC? hugsa að ég fari að segja þetta gott þar.. ekki það að ég borði þar í hverri viku eða neitt þannig en þegar ég fæ mér þá virðist þeim vera lífsins ómögulegt að afgreiða rétt í lúginni þar. það er eitthvað mikið að hjá þessu fyrirtæki. rétt upp hönd sem fær rétt afgreitt hjá þeim í lúgunni... trúi því varla að þetta eigi bara við um okkur... það er eins og það sé mission að láta fólk EKKI fá krydd með frönskunum sínum..
ok búin að losa um pirringinn
Sara Rún er ennþá lasin, þetta ætlar engan endi að taka hjá henni greyinu. hugsa að ég fari að huga að einhverju óhefðbundnu núna.. hómópata eða eitthvað álíka. Ég hélt að það væri bannað að vera lasinn í desember þegar foreldrar eru í skóla.. las ég það ekki einhverstaðar ? akkúrat í dag er ég allavega ekki að sjá fram á það að geta klárað þessi 4 próf í desember með sóma... en sonja segir mér að það sé bara rugl, hennar strákar eru alltaf veikir í desember og maí.. fá svona 2svar á ári veiki þegar hún er í prófum og hún er að brillera í þessu þannig að ég þarf bara að taka bjartsýnispillurnar og hressa mig við hehe.
jæja farin að sinna lösnu músinni sem er að tölta hérna um með 3 snuddur í hendi.. bara fyndin.
knús á línuna... og endilega sendið mér jákvæðnisstrauma takk. og ritgerðaranda kanski líka... mjakast hægt í alkóhólismi og fjölskyldur ritgerðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.11.2007 | 22:46
andleysi og matarofsóknir
voðalega er ég andlaus eitthvað.. þarf að drífa mig í gírinn því nóg er að gera í skólanum núna. 1 ritgerð eftir á önninni, núna um alkóhólisma og fjölskyldur.
en að öðru.. pizzustaðir eru að ofsækja mig þessa dagana.. endalausar auglýsingar um megavikur og pizzur á tilboði.. alveg að gera mig vitlausa.
Er búin að vera í brjálaðri löngun í feitann mat og eitthvað hrikalega gott. Þessar auglýsingar eru ekki að hjálpa sko!
svo hætti ég mér í bónus í dag, var nú bara heppin að komast áfram með kerruna fyrir stæðunum af sælgæti, konfekti og kökum! jólin greinilega væntanleg.
en það styttist í helgina og þá ætla ég að fá mér allavega 1 pizzu eftir allt þetta áreiti!
bið að heilsa ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2007 | 21:55
.....
Vissir þú að með viðbættum sykri í skólajógúrt, skólaskyri, rjómaskyri, ávaxtajógúrt og þykkmjólk fer heildarsykurmagn vörunnar í 10-14%?
Vissir þú að venjuleg mjólk, ab-mjólk, óblandað skyr og súrmjólk innihalda aðeins um 4% mjólkursykur, allan frá náttúrunnar hendi?
Vissir þú að eina morgunkornið sem ekki inniheldur viðbættan sykur eru óblandaðar hafraflögur?
Cheerios er þó aðeins 3% sykur, Corn Flakes 5%, All Bran 18%, Múslí 22%, Frosted Cheerios inniheldur 40% sykur og Coca Puffs 47%. Þessar vörur eru þó auðugar af ýmsum bætiefnum.
Vissir þú að gosdrykkjaneysla á Íslandi hefur rúmlega þrefaldast á þremur áratugum og er nú komin í meira en 130 lítra á mann?
Vissir þú að þurrefni í gosdrykkjum er meira en 99% sykur?
Vissir þú að algengt magn viðbætts sykurs í kexi er 17-19% og í kökum 21-28%?
Vissir þú að sykri er bætt í nánast allan pakka-, dósa- og glasamat á Íslandi?
Vissir þú að ennþá er ekki skylt að tilgreina viðbættan sykur á umbúðum íslenskra matvæla?
Vissir þú að enginn aðili á Íslandi telur sig hafa það hlutverk að mæla hvort innihaldslýsingar á íslenskum matvælum séu sannleikanum samkvæmar?
Vissir þú að nýjar rannsóknir í Bandaríkjunum benda til svipaðs boðefnarugls í heila við neyslu sykurs og við neyslu fíkniefna og borð við áfengi og heróín?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2007 | 20:57
Bara fyrir maríu hehe
var búin að lofa henni maríu fjólu þessum myndum ... haha finnst þær bara fyndnar!!
kiddi sko alveg með þrif stellingarnar á hreinu hahahaha
já annars allt ágætt að frétta héðan...
stefnan er tekin á 2 afmæli á morgun....
hann maggi Guð er orðinn 30 ára til hamingju með það elskan! og svo á ólöf líka afmæli á morgun og er grímubúningaafmæli þar á bæ..
ég er ekki búin að redda búning þannig að allar hugmyndir vel þegnar..
annars er ekki víst að ég komist því mamma er lasin og hún ætlaði að passa músina .. vonandi reddast það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2007 | 13:21
eigum við að ræða þetta eitthvað eða...
þetta er náttla bara hrikalega fyndið sko...
klikk on the link http://www.ffk-wilkinson.com/
eða mér fannst það allavega!! takk fyrir þetta sigrún hehe.
annars allt ágætt að frétta.. erum heima í dag ég og saran,, frænka okkur hún frk. eyrnabólga er mætt aftur á svæðið í breyttri mynd.. nú vellur hún bara út úr eyranu.. mjög girnó.. perlu finnst það allavega!!! alltaf að reyna að hnusa af eyranu og finna "góðu" lyktina
sem minnir mig á eina sögu...
þegar perla var "lítil" þá fórum við einu sinni í heimsókn til jóa jesú.. perla var alveg hrikalega upptekin af fætinum á jóa,, og þá sérstaklega tánni á honum!! við vorum nú ekki alveg að skilja þessa ást við fyrstu sýn þarna þar til jói segir "henni finnst örugglega svona góð lykt af tánni því ég er með svo mikla sýkingu í henni!!" bjakk en perla var alveg in love sko og varla hægt að slíta hana af jóa því hún vildi sleikja á honum lappirnar.
jæja vona að þið hafið nú ekki verið að borða meðan þið lásuð þennan pistil.. ef svo er.. verði ykkur að góðu
dabban
over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 13:09
Búin að finna lausnina!
hvernig hægt er að leysa hraðakstursmálin....
Bara skella 1 löggubíl á hverja umferðaræð í borginni og vola!!! fólk fer ekki yfir 55!!!
Finnst þetta alltaf alveg hrikalega merkilegt að fylgjast með því hvernig fólk bregst við þegar það sér lögreglubíl í umferðinni.. t.d í dag er ég að keyra fram hjá smáralindinni upp í norðlingaholt... þar er allavega 70km hámarkshraði ef ekki 80 þori ekki alveg að fara með það en held það sé samt frekar 80. Löggan á sunnudagsrúntinum á nota bene vinstri akrein á rétt undir 60!! og hvað gerir fólk??? þorir ekki fyrir sitt litla líf að taka fram úr þeim, þótt þeir séu ekki einu sinni á viðmiðunarhraða.. (já vil kalla þetta viðmiðunarhraða frekar en hámarkshraða.) Heldur fólk að þeir skelli ljósunum á og járni þá á húddinu þótt það taki fram hjá þeim? Ég geri það oft þegar þeir eru að keyra á 10-20 undir leyfðum hraða og hef aldrei verið stoppuð.
Finnst rosa gaman að fylgjast með þessu hvernig getur myndast bara liggur við hnútur ef löggan lætur sjá sig í umferðinni.
Já endilega fleiri löggur í umferðina... þá helst hraðinn niðri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2007 | 11:49
hafið þið pælt í þessu..
Hafið þið pælt í textanum við þetta lag? verð að viðurkenna að ég hafði ekki gert það,, fannst þetta bara fínasta lag þegar ég hlusta á það í útvarpinu..
Ólöf var að benda mér á að prufa að hlusta á lagið og lesa textann við í leiðinni..
vekur mann til umhugsunar og bið ykkur um að gera slíkt hið sama.
klikkið on the link
http://youtube.com/watch?v=mQYHKILXD4k&mode=related&search=
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2007 | 13:39
jæja..
tja ætli það sé nú ekki kominn tími á eins og eina nýja færslu er þaggi?
ég skil bara ekkert hvað verður um tímann,, var þriðjudagur í gær fannst mér.
annars gengur skólinn bara ágætlega hjá mér. Mikið efni samt sem þarf að fara yfir og kúrsarnir misjafnlega áhugaverðir eins og gengur og gerist. Það er samt einn sem mér finnst rosaskemmtilegur og það er áfengis-og vímuefnamál, var einmitt í honum í dag. Er svo að fara fljótlega að taka viðtal við konuna sem kennir þennan kúrs í samb. við börn alkóhólista... very very áhugavert.
Annars stækkar Saran mín rosa hratt þessa dagana. Maður er auðvitað að sjá alltaf meiri karakter með hverjum deginum og finnst mér alveg hrikalega fyndið þegar ég sé einhver svona ákveðin einkenni sem eru svipuð eins og hjá mér eða pabba hennar.
T.d sýnist mér hún ætla að verða lík pabba sínum með það að vera voða rugluð þegar hún sefur. Hann á það til að hoppa upp á stól og skrúfa niður peruna úr ljósinu sofandi eða já setjast upp í hláturskasti og segja mér hvað hann doddi er nú frábær og leggjast svo aftur niður haha bara fyndinn.
Hún semsagt var alveg að brillera í gærkv. steinsofandi og tók ekki eftir mér. Ein í "týnd" leik, sat og setti teppi yfir hausinn á sér og sat þannig heillengi þar til ég sagði "er sara týnd" og þá tók hún teppið af sér eftir smá stund horfði á mig og lagðist svo bara niður... alveg sofandi svo ég tali nú ekki um allar leikfimisæfingarnar á kvöldin og nóttunni.. ég skil bara ekki hvernig getur verið þægilegt að sofa í t.d þessari stellingu??
eða þá þessari??
hugsa að ég væri þreytt þegar ég myndi vakna ef ég væri búin að sofa með rassinn upp í loftið alla nóttina!! hehe
jamm...
jæja ætla að fara að lesa... það er nú víst nóg sem þarf að gera af því!!
eigið öll yndislegan dag í dag!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2007 | 09:45
afmælisbarn dagsins..
er ... himminn minn... 29 ára kallinn í dag!
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag,,, hann á aaaaaafmæli hann himmi hann á afmæli í dag!!!
knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
döbbu blogg
Tenglar
smáfólkið
- Heiða Karen Lindu og Fylkirs dóttir
- Salka og Kolka dætur Emmu
- Kara og Alex gríslingarnir hennar Ólafar
- Björgólfur Bersi sonur Brimmzu og Kidda
- Salome og Gabríel gríslingarnir hennar Maríu F
- Eva María og Rakel Lilja stelpurnar hennar Maríu
- Thelma Karen og Stefán Einar gríslingarnir hennar Katrínar
- Ísak og Nökkvi tvibbarnir hennar Sonju
- Sara Rún sætasta músin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar