Barnabærinn Hafnarfjörður

já það er nú góð og barnvæn stefnan í hafnarfirði. Hér er félagshyggjustefna og fjölskyldan í fyrirrúmi.

Ég segi nú bara : SEM BETUR FER ER ÉG MEРGÓÐA DAGMÖMMU FYRIR STELPUNA MÍNA!! (já eða dagmömmu yfir höfuð, það er víst ekkert sjálfsagt í dag)

ástandið á dagvistunarmálum hér í bænum eru víst vægast sagt hrikalegt. Til er í dæminu að börn sem fædd eru 2005 eru ekki komin með leikskólapláss. Hvað er eiginlega í gangi með það!!??

Ég er nú búin að reikna með því að Sara Rún fái inn á leikskóla í haust en það sem maður fréttir núna er að það er nú barasta ekkert öruggt. Ég meina kanski sótti ég ekki um nógu snemma... hver veit .. hún var nú alveg orðin 7 VIKNA (vikna ekki mánaða!)þegar umsóknin fór inn.

En ég bíð enn "nokkuð" róleg... bréfið blessaða er væntanlegt á næstu dögum segja þau. Kanski verð ég ein af þessu heppnu og kem barninu mínu inn 2ára. Borgar sig ekki að örvænta strax, þótt mér hafi nú ekki þótt hún sannfærandi konan sem sér um þessi mál þegar ég hringdi í vikunni og kannaði stöðuna á umsókninni. Þá var mér sagt að verið væri að fara yfir biðlistann aftur því hann væri svo erfiður inn á þennan leikskóla.

Mér finnst það bara alls ekki ásættanlegt að hún komist ekki inn í haust.


Elskulega Perlan okkar

kvaddi okkur í dag. Crying

 

PERLA f.08.01.2001 - d.26.03.2008

Image001

 

það er mikil sorg á okkar heimili núna.

ég skrifaði henni smá bréf í dag. gott að skrifa sig frá svona tilfinningum sem hvíla svona þungt á manni. Einhverjir sem ekki hafa átt dýr geta kanski ekki skilið hvað þetta er mikil sorg, en þar sem þetta er mitt blogg þá ákvað ég að deila því með ykkur. Ég finn líka að ég er ekki alveg tilbúin að ræða þetta við hvern sem er strax án þess að bresta í grát, þannig að ég bið ykkur um að virða það við mig.

Elsku elsku perlan okkar.

Mikið hrikalega var það sárt að taka þessa ákvörðun. Þú ert búin að vera svo stór hluti af okkar lífi í 7.ár. Litla „barnið“ okkar.

Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar Himmi hringdi í mig og sagði mér frá því að það væri verið að auglýsa labrador blending sem ég ætti endilega að fara og kíkja á. Ég og Brimrún brunuðum inn í garðabæ og ég hringdi bjöllunni. Til dyra kom maður og ég segist vera að koma og kíkja á labrador hund. Hann fer inn og snýr til baka og réttir mér lítinn sætan gobbaling, segir mér að þetta sé tík sem er fædd 8.janúar, allt í lagi bless. Engar spurningar spurðar og ég geng að bílnum með þennan hund í fanginu sem var jú ekkert líkur labrador!!

Þú varst einstakur karakter. Sumir segja að hundar muni ekki lengur en nokkrar sekúndur... bull og vitleysa.. þú varst svo klár. En einnig varstu líka algjör óþekktarangi. Þú fórst ekki að hlýða af neinu viti fyrr en þú varst orðin meira en 1.árs. Ekki að það hafi verið þér að kenna, meira það að fólkið sem eignaðist þig hafði bara ekki „hunds“vit á hundum J Eins og þegar þú slapst út í lambhaganum og amma þín var að reyna að lokka þig inn með skinkusneið.. þú sást nú við kellingunni, náðir skinkunni og hljópst aftur út í garð.

Þegar þú varst orðin 2ára varstu orðin svona eins og hundar eiga að vera. Hehe. Farin að hlýða og geta verið ein heima. Það reyndar tókst ekki fyrr en við fengum okkur kött sem hét Tína. Það var svo keyrt á hana þegar við fluttum á rvkveginn og vá þvílíka sorgin hjá þér.. þú lagðist í þunglyndi í viku og vildir ekki úr bælinu þínu eða borða neitt. Þið voruð rosalegar vinkonur. Ekki það að þú hafir verið svona „kattavinur“ yfir höfuð. Þú hafðir alveg einstaka ánægju af því að hrekkja hann Gabríel.. fannst hvað hann var rosalega hræddur við þig!!

Uppáldsstaðurinn þinn var Bali. Þar ætlum við að koma þér fyrir þegar við fáum öskuna þína. Þar hafðir þú endalaust gaman af því að fá að hlaupa um frjáls.

Það lá við að um leið og við fengum jákvætt á þungunarprófinu þá vorum við farin að hugsa hvaða skref þyrfti að taka til að venja þig við komu nýjasta fjölskyldumeðlimsins. Það kom aldrei til greina annað en að þetta myndi ganga. Það var tekinn góður tími í að venja þig af „prinsessustallinum“ svo þú myndir ekki upplifa höfnun eða verða mjög öfundsjúk þegar litla barnið kæmi. Við vissum svo sem alltaf að þú varst ekki hrifin af börnum og vildum því gera allt til þess að aðlögunin myndi ganga sem best. En því miður þá gekk þetta ekki nægilega vel, við töldum öryggi Söru ógnað með hegðun þinni  og auðvitað verðum við að setja hag fjölskyldunnar í fyrsta sætið.  Eins sárt og það er að taka þessa ákvörðun þá vitum við að hún er sú rétta.

Það voru þung skrefin með þig inn á dýraspítala í dag. Við vorum þó mjög fegin eftir á að hyggja að hafa valið að fara með þig sjálf og geta bæði verið hjá þér þegar þú sofnaðir. Það eru ófá tárin búin að falla í dag og eiga eflaust eftir að gera í einhvern tíma til viðbótar því þetta er vissulega mikil sorg fyrir okkur að missa þig elsku perlan okkar.  Fyrir okkur varstu svo miklu meira en bara hundur, þú varst hluti af okkar fjölskyldu og okkar lífi. Takk fyrir þennan tíma sem við fengum með þér ..

Mamma og pabbi.

 

 


páskar

vá ég er svo þunn í dag.... MATARÞUNN díses.. alveg að drepast eftir át í gær Sick súkkulaðið fór eitthvað með mig í gær.

annars erum við bara búin að eiga fína páska.. Sara Rún var ekkert smá hamingjusöm með páskaeggið sitt..

20080324094019_9

 

 

NAMMI NAMM!!

 

"Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær"

Eftir páskaeggjaát og góðan hádegislúr fórum við í húsdýragarðinn.. voða gaman.

 

Söru fannst samt dudduparadísin merkilegust.. langaði svoldið í öll þessi snuð. ;)

vorum svo með nautasteik í matinn í gærkvöldi.

málshátturinn okkar var:

"góður vinur er gulli betri"

er því ekki við hæfi að skella þessu hérna inn:

Vinur í grennd

Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar

Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.

En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.

"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli okkar bilið.

Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.

Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.

jæja ætla að henda mér í bólið .. stór dagur framundan á morgun,,,

 


Gleðilega páska öll sömul

páskar... ummm hlakka til að borða páskaegg á morgun.. Keyptum rísegg.. var búin að ákveða að prufa lakkríseggið en það var bara til stórt.. og mér fannst það bara of stórt og dýrt. Annars væri maður nartandi í þetta fram eftir öllu.. það gengur ekki Tounge

Annars bara allt ágætt að frétta .. Sara Rún búin að vera lasin með hitavírus einhvern en er orðin alveg hress núna og var hjá ömmu sinni og afa í gær í pössun meðan mamman hamaðist í ritgerðarvinnu á mjög svo löngum föstudegi.

Ætla að reyna að skrifa eitthvað í dag líka en Berglind systir ætlar að hafa hana í dag.

Á morgun ætlum við svo að gera eitthvað skemmtilegt saman öll og borða páskaegg.

Annars var ég að sækja um frest hjá skattmann.. nenni ekki að byrja á þessu strax, enda finnst mér þetta með eindæmum leiðinlegt!!! enda er ekki nóg að setja inn nokkrar tölur og yta á send.. .nei nei þetta er hörku vinna með alla þessa bíla. Í fyrra voru þetta held ég um 50 bílar keyptir og álíka seldir*!

jæja ætla að drífa mig í ræktina,, hugsa að það sé stútfullt út úr dyrum þar í dag... allir að taka extra brennslu fyrir páskaeggjaát hóhóhó


hrós eða last?

fór að pæla í því dag hvað ég er of slöpp í því að hrósa fólki... svona miðað við það hvað ég er allavega fljót að kvarta þegar mér finnst eitthvað vera að!!! eins og það sé alltaf styttra í nöldrið en það að láta fólk vita með eitthvað jákvætt.

Fór að hugsa út í þetta í dag í tilefni af bréfi sem ég fékk heim um daginn þar sem ég átti að meta dagmömmuna okkar. Mér til mikillrar ánægju gat ég skilað inn svona "jákvæðu" bréfi.. hef barasta ekki neitt til að tuða yfir með það. Við erum svo rosalega heppin með dagmömmur. Þær eru alveg yndislegar og Sörunni líður svo vel hjá þeim.

Ég er nefnilega voða dugleg að segja öðrum að ég sé rosa ánægð með þær en fór svo að spá í dag að ég hef aldrei sagt þeim það!! þannig að ég gerði það loksins í dag Smile  held nefnilega að það sé voða gott að heyra annað slagið að maður sé að vinna gott starf og þær eru svo sannarlega að gera það. Yndislegar alveg hreint. Smile

hér er sara rún með dídí Smile

20071126111522_2

jæja ætla að henda mér í málningagallann og fara og hjálpa himma greyinu að mála.. eða allavega halda honum félagsskap hehe.

bið að heilsa ykkur.

 


takk fyrir elskurnar :)

fékk loksins comment á færslurnar mínar... hehe

fór í dag og keypti mér 2 kjóla!!! já þið lásuð rétt Wink annar svona fínn og hinn meira hversdags. Var svo heppin að ein konan sem ég vinn hjá ákvað að gefa mér 10þús króna bónus sem ég átti að nota í að kaupa mér föt Grin  ég var akkurat á leiðinni í fataleiðangur þar sem ekkert passar á mig lengur sem ég á.

Freyja litla frænka er að fara að fermast helgina eftir páska.. já litla stelpan. Hún var rúmlega 9 mánaða þegar ég fermdist... eins og mér finnst það stutt síðan. Vorum einmitt að ræða fermingaföt á laugardaginn og hún sagðist vera búin að kaupa sér hvítan kjól. Oh hvað ég vildi að ég hefði fermst á "venjulegu" ári... fermingafötin mín voru svo mikill horbjóður!!!!!!!!!! guð minn góður. Kom þarna 1 ár þar sem sæblá spandex pils og kjólar þóttu ægilega ægilega töff. Var í svoleiðis pilsi, í fjólublárri renndri skyrtu og svartri peysu.. drepið mig ekki.. kanski eg skanni inn við tækifæri og sýni ykkur hvað ég var agalega fín LoL

það eru svo 2 fermingar til viðbótar í fjölskyldunni og því alveg tilefni til að kaupa sér eitthvað af nýjum fötum Smile

Erum líka að fara í 30 ára afmæli á laugardaginn.. Fylkir er að verða 30 ára og ég á fullu við að klára gullkornabókina hans Fylkirs haha. Hann er náttla svo fyndinn (veit hann les þetta pottþétt ekki!!) og verður því að setja þetta allt saman á einn stað í tilefni þess. Auðvitað er ég á síðasta snúning með þetta eins og allt... alveg allavega 1 ár síðan ég ætlaði að byrja að safna sögunum saman og auðvitað þegar að því kemur man maður ekki helminginn... þannig að ef einhver sem er að lesa þetta man góða sögu endilega láta mig vita..

jæja þar til næst

kv. Dagbjört


össss

21 gestur og ekkert komment!!

er ég ein um að finnast þessi myndbönd fyndin hahaha LoL


það er eins gott að maður passi sig á nöldrinu!

karlgreyjið .... http://www.visir.is/article/20080307/FRETTIR02/80307009 

annars steingleymdi ég að deila með ykkur þessum frábæru myndböndum... mér finnst þetta allavega alveg hrikalega fyndið

copy pasta hana maríu vinkonu sem benti mér á þetta:

"Jimmy Kimmel er þáttastjórnandi í Bandaríkjunum, svona líkt og Jay Leno og er hann orðin mjög vinsæll.  Hann á kærustu sem heitir Sarah Silvermann og er einhver þekktasti kvengrínistinn í Bandaríkjunum.

um daginn átti Jimmy afmæli og í tilefni af því hafði Sarah gert myndband sem hún lét sýna í þættinum hans.  Hann vissi af myndbandinu en hafði ekki hugmynd um hvað væri á því."

"þetta var fyrir nokkrum vikum...svo núna ákvað Jimmy að hefna sín á Söruh og gerði myndband á móti"

njótið vel...

 


þreyta...

þriðjudagar eru alveg rosalega erfiðir... úff

fyrirlestrar frá 10-16.30 og það er ekkert grín að halda einbeitningu allan þennan tíma.

Linda frænka kom í morgun og sótti músina. Hún ákvað að taka hana með sér á leikskólann sem hún vinnur á og leyfa henni að horfa á skoppu og skrítlu sem voru að koma í heimsókn Smile getfileSkoppa og skrítla eru idol nr.1 á þessum bæ... gaman að hún hafi fengið að sjá þær "Live". Hún skutlaði henni svo til Dídíar eftir það. Klárlega bestasta frænkan.. það fer ekki á milli mála Heart vill allt fyrir Söruna sína gera.

Ávaxtakjúllinn sló ekki eins í gegn hjá fröken ákveðinni í kvöld og eru því kjúklingur og hrísgrjón út um allt eldhús *dæs*

best að fara að koma sér í að ryksuga og skúra... get alveg sagt ykkur að nennarinn er í lámarki fyrir  því núna Whistling

hilsen.


bara 2 færslur í dag.. brjálað að gera ;)

ég er í áfanga sem heitir fjölskyldur og fjölskyldustefna mjög skemmtilegur áfangi... hann setur oft inn svona gullkorn í glærurnar og allir í salnum skella upp úr ... kannast einhver við þetta:

ábyrgðin á börnum:

Sv.: [konan] er stundum í dúkkuleik og hún lætur sig skipta hvernig barnið sitt lítur út miklu meira en ég. Ég hef minni áhyggjur af því, af því ég var sjálfur í fötum sem komu héðan og þaðan, sem  krakki. Stelpan er alltaf svo sæt og vel klædd. [konan] ræður þessu algerlega. Stundum hef ég slysast á að tína til í hana föt sem hafa fengið samþykki en oftar en ekki þá klúðra ég þessu. Kannski á morgnana þá byrjar dagurinn þannig að ég hleyp fram og næ í bleyju. [konan] kemur fram, pissar, kemur tilbaka, kannski stundum með bleyjuna. Ég fer að klæða mig, byrja að hita ofan í stelpuna grautinn. Þá er búið að klæða hana, [konan] sér um það yfirleitt. Svo fer ég að gefa henni, [konan] fer að taka sig til. Svo er búið að gefa henni meðulin og það sem á að gera, ég klára að klæða mig og svo förum við út. Ég fer með hana á [leikskólinn]. [Konan] stjórnar því hvernig stelpan er tilhöfð og sér alveg um þetta fataval og reyndar á mig líka. Hún kaupir meira og minna á mig föt.

humm ég kannast allavega alveg við þetta ... mér fannst allavega mjög spes þegar ég sá hvernig hann hilmar klæddi Söru Rún eitt skiptið... tók mynd af því og allt...

20070109162259_39

hann sagði að það væri örugglega svo óþægilegt að hafa sokkabuxurnar yfir samfellunni hehe (kanski rétt hjá honum)

já og ég vel stundum á hann fötin..... uss ekki segja neinum LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

döbbu blogg

Höfundur

Dabban
Dabban

26 ára, bý í hafnarfirði ásamt Himmanum mínum og 18.mánaða skellibjöllunni okkar henni Söru Rún. Er nemi í félagsráðgjöf við HÍ.

"Usually I'm thin and gorgeous But today's my day off"

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...324220944_0
  • ...215192725_0
  • ...display3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband